Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Silfurvængir
Útgefandi: Sögur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 320 | 3.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 320 | 3.290 kr. |
Um bókina
Camilla Läckberg hefur fyrir löngu verið útnefnd aðal rokkstjarnan í heimi norrænna glæpasagna. Fjölmargir aðdáendur hafa lesið Fjällbacka-seríuna hennar upp til agna en í fyrra kom út fyrsta bókin í æsispennandi nýrri seríu, bókin Gullbúrið.
Nú er þeirri sögu fylgt eftir með Silfurvængjum. Allt leikur í lyndi hjá aðalsöguhetjunni Faye. Hún hefur hafið nýtt líf erlendis, fyrrverandi eiginmaður hennar, Jack, situr í fangelsi og fyrirtæki hennar, Revenge, stefnir á Bandaríkjamarkað. En á augabragði hrannast óveðursskýin upp yfir tilveru hennar.
Läckberg fetar hér nýjar brautir með ógleymanlegri söguhetju og grímulausum feminískum boðskap. Búðu þig undir að kynnast Faye. Hún er engin venjuleg kona!