Siðprýði fallegra stúlkna
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 216 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. |
Siðprýði fallegra stúlkna
990 kr. – 1.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 216 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. |
Um bókina
Í þessari þriðju bók um Kvenspæjarastofu nr. 1 í Botsvana í Afríku glímir hin eitursnjalla og ómótstæðilega Precious Ramotswe við snúin mál í einkalífi og starfi.
Reksturinn á kvenspæjarastofunni er í járnum og Ramotswe tekur þá mikilvægu ákvörðun að deila húsnæði með mannsefninu, hr. J.L.B. Matekoni. Þótt í þessu felist hagræðing fyrir bæði fyrirtækin þarf hr. Matekoni talsvert á athygli heitkonu sinnar að halda …
Jafnhliða þarf kvenspæjarastofan að glíma við mörg af sínum erfiðustu málum: hátt settur embættismaður telur mágkonu sína ætla að eitra fyrir bróður sínum og vill fletta ofan af henni; í fegurðarsamkeppni kemur í ljós að fegurðardísirnar eru svo illa innrættar að kvenspæjarastofunni er falið að kanna hver þeirra hefur besta hjartalagið – og svo er það dularfulli drengurinn sem fannst villtur, nakinn og angaði af ljónum …
Bækur Alexanders McCall Smith um Kvenspæjarastofu númer eitt hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum árum. Þetta eru líka einstakar sögur sem hafa að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir og 52 mínútur að lengd. Dominique Sigrúnardóttir les.