Síbería: Atvinnubótavinna á kreppuárunum

Útgefandi: Sagnfræðis
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 1988 110 1.090 kr.
spinner

Síbería: Atvinnubótavinna á kreppuárunum

Útgefandi : Sagnfræðis

1.090 kr.

Síbería: Atvinnubótavinna á kreppuárunum
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 1988 110 1.090 kr.
spinner

Um bókina

Á fjórða áratug 20. aldar geisaði alþjóðleg efnahagskreppa sem leiddi til víðtæks atvinnuleysis. Íslendingar fóru ekki varhluta af kreppunni og komu áhrif hennar m.a. fram í bágbornu efnahagsástandi og ýmsum viðnámsaðgerðum gegn því. Atvinnuleysisvofan sótti Íslendinga heim og fjöldi fólks mátti sætta sig við það böl sem atvinnuleysinu fylgdi. Skiptar skoðanir voru um viðnámsaðgerðir stjórnvalda og greindi menn mjög á um hvernig kveða ætti niður draug efnahagskreppu og atvinnuleysis.

Í þessari bók fjallar Jón Gunnar Grjetarsson um atvinnubótavinnu sem varð eitt helsta úrræðið gegn atvinnuleysinu. Höfundur greinir frá ástandi á vinnumarkaði og ýmsum tilraunum til að draga úr atvinnuleysi. Hann beinir sérstaklega sjónum að atvinnubótavinnu sem ríkið stóð fyrir í Kaldaðarnesi í Flóanum í Árnessýslu sem fljótlega var farið að kalla Síberíuvinnu.

Ritið er byggt á BA-ritgerð höfundar í sagnfræði og er gefin út í ritröðinni Ritsafn Sagnfræðistofnunar

Tengdar bækur