Salamöndrugátan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 159 | 90 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 1.490 kr. |
Salamöndrugátan
90 kr. – 1.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 159 | 90 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 1.490 kr. |
Um bókina
Clue er enskt orð og þýðir vísbending, leið til lausnar á gátu. Til viðbótar er orðið CLUE búið til úr upphafsstöfum fjögurra lykilpersóna í bókaflokkinum: Cecilia, Leo, Uni og hundsins Ego.
Cecilia Gaathe býr í Perlunni, gistihúsi við hinn fallega Skútuflóa. Ásamt vinum sínum Leo, Une og hundinum Ego kemst hún að því í Salamöndrugátunni að hið virðulega gistihús, sem rekið er af pabba hennar og mömmu Leós, hýsir nokkrar dularfullar persónur. Persónur, sem þegar á líður eru taldar tengjast látnum manni, sem finnst á ströndinni. Vinir okkar rannsaka málið að eigin frumkvæði og komast á snoðir um glæp sem dularfullar persónur tengjast, skipsskaði, miklir peningar og síðast ekki síst skuggaleg salamandra.
”Allt sem við vitum, er að við vitum ekki neitt” er tilvitnun sem sótt er til heimspekingsins Sókratesar. Siðfræði Sókratesar er rauði þráðurinn í bókinni og án þess að lesendur geri sér grein fyrir því fá þeir kennslu í heimspeki og siðfræðilegum þversögnum við lestur bókarinnar. Næsta bók í CLUE bókaflokknum mun byggja á heimspeki af öðrum toga og munum við þar kynnast öðrum þekktum heimspekingi.