Sagnalist – Íslensk stílfr. II

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2003 4.450 kr.
spinner

Sagnalist – Íslensk stílfr. II

Útgefandi : MM

4.450 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2003 4.450 kr.
spinner

Um bókina

Hvernig á að segja sögu? Íþrótt frásagnarlistarinnar er viðfangsefni þessarar bókar. Efniviðurinn eru íslenskar skáldsögur frá upphafi sínu um miðja nítjándu öld og fram undir 1970, hinn sígildi sagnaarfur síðari tíma. Rakinn er samfelldur þráður hefðar og nýjunga frá Pilti og stúlku Jóns Thoroddsens til Guðbergs Bergssonar, Thors Vilhjálmssonar og Svövu Jakobsdóttur. Hér er skyggnst um í ritsmiðju Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar og fleiri stílsnillinga á tuttugustu öld, og horft yfir sífelld átök við söguþráð, málfar, sjónarhorn og sögumann á þessum umbrotatímum íslenskrar nútíðar.

Í Sagnalist fæst Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur við stílbrögð og frásagnartöfra klassískra höfunda okkar af fræðilegri alúð en jafnframt með ástríðu bókmenntamannsins. Höfundur sýnir og skýrir þróun stíls og frásagnarhátta á hverjum tíma, og beitir sér einkum að þeim höfundum sem best hafa stíltök og standa í fararbroddi nýjunga. Með Sagnalist sinni færir Þorleifur Hauksson okkur nær kjarna máls í frægum verkum og minna þekktum, og stofnar til nýrra kynna við völunda stíls og frásagnar á heillandi tímum í íslenskum bókmenntum.

Sagnalist er annað grundvallarrit Þorleifs Haukssonar á þessu sviði. Hið fyrra, Íslensk stílfræði þeirra Þorleifs og Þóris Óskarssonar, kom út árið 1994 við góðar undirtektir íslenskra lesenda.

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning