Saga Ólafs Þórhallasonar: álfasagan mikla – skáldsaga frá 18. öld
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1987 | 456 | 990 kr. |
Saga Ólafs Þórhallasonar: álfasagan mikla – skáldsaga frá 18. öld
990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1987 | 456 | 990 kr. |
Um bókina
Ólafs saga Þórhallasonar er íslensk skáldsaga frá átjándu öld sem byggir á aðferðum og minnum þjóðsagna. Hún er samin af Eiríki Laxdal Eiríkssyni (1743–1816).
Verkið hefur verið sagt fyrsta íslenska skáldsagan. Um þá staðhæfingu má efast, enda telja aðrir Íslendingasögurnar fyrstu skáldsögur Evrópu og enn aðrir telja Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen marka upphaf íslenskrar skáldsagnagerðar. Eftir að Ólafs saga Þórhallasonar var gefin út þótti ástæða til að efast um báðar staðhæfingar.
Sögusvið Ólafssögu er jafnt heimur álfa sem hversdagsheimur alþýðu í kaþólskri tíð á Íslandi og þykir þar fara um margt einstök blanda fantasíu og raunsæis í íslenskum skáldskap. Ólafs saga lá óprentuð í tæp 200 ár, hún var samin í um aldamótin 1800, en ekki gefin út fyrr en í Reykjavík árið 1986.