Úr fjötrum – Saga Alþýðuflokksins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 575 | 11.990 kr. |
Úr fjötrum – Saga Alþýðuflokksins
11.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 575 | 11.990 kr. |
Um bókina
Fyrir einni öld var íslensk alþýða í fjötrum fátæktar og áhrifalaus um eigin hag og framtíð. Við stofnun Alþýðuflokksins árið 1916 urðu straumhvörf; verkafólk, sjómenn og annað launafólk eignaðist öflugan málsvara sem leiddi baráttuna fyrir bættum kjörum og betra mannlífi. Segja má að þróun íslensks nútímaþjóðfélags hefjist á þessum árum og þar áttu Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið stóran hlut að máli.
Hér rekur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sögu flokksins og brautryðjendanna, svo og arftaka þeirra allt til síðustu aldamóta; segir frá sókn til framtíðar, áföngum og sigrum, en einnig frá hörðum átökum innan flokks og utan, flóknum fléttum og klofningi. Öllu þessu er lýst á lifandi hátt í máli og myndum og dregin upp glögg mynd af litríkum persónuleikum og átakasögu 20. aldar.
1 umsögn um Úr fjötrum – Saga Alþýðuflokksins
Árni Þór –
„Guðjón Friðriksson hefur unnið þrekvirki með þessari bók. Hún er vel skrifuð og efni hennar skipulega fram sett … sennilega viðamesta verk, sem komið hefur út til þessa um stjórnmálabaráttu 20. aldarinnar á Íslandi.“
Styrmir Gunnarsson / Morgunblaðið