Rosalingarnir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 104 | 4.290 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 104 | 4.290 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Um bókina
Hei þú!
Hefurðu heyrt um herra Halla?
Hvernig hann gufaði bara upp einn daginn og enginn vissi hvað um hann varð?
Nei, ekki það?
Nú, þá skaltu glenna upp augun og lesbruna áfram því að þetta er sko saga til næsta bæjar.
Sólberg7 dagdreymir um að vera rappari og gleymir að hlusta á það sem kennarinn segir, Melkorka Marsibil vill helst vera bæði syngjandi og dansandi og Artúr sér heiminn í myndum þegar bókstafirnir fara á flug. Ekkert af þessu er vinsælt í skólanum og einn morguninn eru öll þrjú send beinustu leið niður í hjálparhellinn. Þar er kominn nýr kennari – herra Halli. Hann er ólíkur öllum kennurum sem krakkarnir hafa hitt. Verst að hann hverfur skömmu síðar eins og hann hafi hreinlega gufað upp!
Rosalingarnir eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur er saga sem enginn vandi er að bruna í gegnum því að hún er bæði fyndin og spennandi, og prýdd fjölmörgum myndum eftir skopmyndameistarann Halldór Baldursson.
1 umsögn um Rosalingarnir
Arnar –
„Fjörug og heillandi frásögn sem öll börn ættu að tengja við … uppfull af fjöri og það er nóg að gerast á hverri síðu“
Erla María Markúsdóttir / Morgunblaðið