Rokland
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2005 | 391 | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2005 | 391 | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Um bókina
Böddi Steingríms snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að kenna við Fjölbrautaskólann. En Krókurinn reynist of lítill staður fyrir svo stóryrtan mann og Bödda er sagt upp störfum eftir að hafa gengið fram af nemendum í helgarferð þar sem hann lét þá gista í Grettishelli til þess að lifa sig inn í söguna. Böddi er andans maður í ríki efnishyggjunnar og fær útrás á bloggsíðu sinni þar sem hann beinir spjótum sínum að nútímaþjóðfélaginu eins og það leggur sig. Og einn góðan veðurdag segir hann því stríð á hendur …
Rokland er saga um einmana uppreisnarmann sem er of gáfaður fyrir Krókinn, of reiður fyrir Reykjavík og of hreinskilinn fyrir Ísland.
Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2005. Hún hlaut einnig tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Menningarverðlauna DV.
4 umsagnir um Rokland
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Stórskemmtileg… Hallgrímur fer á kostum í lestri sínum yfir samtíðinni.“
Egill Helgason / Silfur Egils
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Rokland er mikil skáldsaga.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Kastljós
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Í Roklandi kraumar frásagnargleði og húmor. Eldfjörugur söguþráðurinn er kryddaður með fjölmörgum frábærum persónulýsingum, drepfyndnum og eðlilegum samtölum og neyðarlegum uppákomum … jafnmagnaðar lýsingar á brjálsemi hafa ekki sést síðan í Englum alheimsins.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Morgunblaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„ Hallgrímur Helgason er nístandi fyndinn og nastí við nútímalífið okkar í nýrri skáldsögu sem er meistaralega vel sögð …
þessi saga á brýnt erindi við stóran hóp lesenda.“
Páll Baldvin Baldvinsson / DV