Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Rof
Útgefandi: Bjartur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 3.390 kr. | |||
Rafbók | 2012 | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 3.390 kr. | |||
Rafbók | 2012 | 1.490 kr. |
Um bókina
Árið 1955 flytja tvenn ung hjón í afskekktan eyðifjörð. Dvölin fær snöggan endi þegar önnur kvennanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum.
Ari Þór lögreglumaður á Siglufirði reynir að fá botn í þetta dularfulla mál með liðsinni fréttakonunnar Ísrúnar. Og í Reykjavík vindur óvænt sakamál upp á sig þegar ung fjölskylda er ofsótt af ókunnum manni.
Rof er fjórða spennusaga Ragnars Jónassonar. Bækur hans hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda heima og erlendis. Þegar Snjóblinda, önnur bók Ragnars, kom út í Þýskalandi var hún valin ein af fjórum bestu skáldsögum haustins 2011.