Reykjavík sem ekki varð – 2023 endurútgáfa
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 224 | 11.790 kr. |
Reykjavík sem ekki varð – 2023 endurútgáfa
11.790 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 224 | 11.790 kr. |
Um bókina
Þegar stjórn Íslands færðist frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur árið 1904 skorti margar helstu stofnanir landsins þak yfir höfuðið. Með tímanum komust ýmsar byggingar á teikniborðið svo sem ráðuneyti, skólar, sjúkrahús, leikhús og söfn. Leiðin fráhugmynd til framkvæmda reyndist þó oft löng. Deilur um skipulag, staðsetningu og útlit settu mark sitt á nánast hverja einustu byggingu á vegum hins opinbera í Reykjavík frá seinni hluta nítjándu aldar fram til okkar daga.
Sagnfræðingurinn Anna Dröfn Ágústsdóttir og arkitektinn Guðni Valberg rekja sögu bygginga í Reykjavík sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja, Í þeirri Reykjavík sem ekki varð stendur Alþingishúsið í Bankastræti, Háskóli Íslands á Skólavörðuholti og Þjóðleikhúsið á Arnarhóli. Hvers vegna þessi Reykjavík varð ekki að veruleika er í senn stórfróðleg og skemmtileg saga sem ríkulegt myndefni gerir ljóslifandi.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar