Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 498 | 8.490 kr. |
Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II
8.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 498 | 8.490 kr. |
Um bókina
Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II eftir Björk Ingimundardóttur er grundvallarrit um félagsgerð og samfélag fyrri alda. Í tíu aldir hefur kirkjan sinnt mikilvægu hlutverki í lífi landsmanna. Saga hennar er frá kristnitöku samofin sögu þjóðarinnar – tíundarkerfið tengdist prestum og kirkjunni og fæðingar, skírnir, giftingar, andlát, veikindi og heimilisfesta voru skráð í bækur kirkjunnar.
Skjalasöfn kirkna og biskupsstóla, sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni, eru um 360 hillumetrar og ná frá tólftu öld til samtímans. Á árunum 1985-1990 endurskráði Björk Ingimundardóttir skjalavörður skjalasöfn presta og prófasta og vann jafnframt að rannsóknum á söfnunum. Markmiðið var ekki síst að benda á fjölþætta möguleika til þess að nýta skjalasöfn kirkjunnar í heild, rannsaka þau og vekja athygli á skjölunum sem grundvallarheimild um fjölmörg svið samfélagsins. Auk skjalaskrárinnar sjálfrar var verkefnið rannsókn á því hvar mörk sókna, prestakalla og prófastsdæma lágu og hvernig þau hafa breyst í aldanna rás. Sú rannsókn birtist hér í tveimur bindum.
Björk Ingimundardóttir fæddist árið 1943 á Hæli í Flókadal og er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á Þjóðskjalasafni 1971-2013 og hefur komið að útgáfu fjölda bóka, þar má nefna fyrsta bindi Yfirréttarins á Íslandi, Skjalasafn landfógeta 1695-1904 og Byggðir Borgarfjarðar. Árið 2011 var Björk gerð að heiðursfélaga í Sagnfræðingafélagi Íslands.