Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Platero og ég
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2000 | 715 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2000 | 715 kr. |
Um bókina
Enn færir Guðbergur Bergsson okkur öndvegisrit spænskra bókmennta á íslensku. Sagan fjallar um skáld og asnann Platero, ferðafélaga þess. Platero og ég er ljúf frásögn af hversdagslegum en þó átakanlegum viðburðum í einföldu, spænsku smábæjarlífi. Skáldið deilir hugsunum sínum með Platero á ferðalaginu draumum, vonum og væntingum, gleði og sorgum. Frásögnin einkennist af innileik og trúnaði sem aðeins getur orðið milli manns og dýrs. Juan Ramón Jiménez (1881-1958) var eitt af höfuðskáldum 20. aldar og meðal forvígismanna módernismans í spænskum skáldskap. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1956.