Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Pétur og úlfurinn
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 3.054 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 3.054 kr. |
Um bókina
Saga Sergeis Prokofiefs um hugrakka drenginn Pétur, afa hans og dýrin í skóginum, er löngu orðin sígild, hvort sem hún er sögð með orðum og myndum eða tónum.
Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik hóf reisu með brúðuleik sinn byggðan á sögunni um Pétur og úlfinn milli leikskóla landsins haustið 2006. Seinna færði hann sýninguna inn í Kúluna, barnasvið Þjóðleikhússins, þar sem hún naut mikilla vinsælda. Hér færir Kristín María Ingimarsdóttir þessa fallegu brúðusýningu í bókarform.
Birna G. Bjarnleifsdóttir þýddi.
2 umsagnir um Pétur og úlfurinn
Kristrun Hauksdottir –
„Sagan er sígild og þó tónlistina vanti, þá stendur textinn fyrir sínu. Brúður Bernd Ogrodniks eru hrífandi á sviði, en hér fáum við ævintýraheiminn allan upp í fangið. Myndvinnsla og bókarhönnun er unnin af smekkvísi og í góðu samræmi við efniviðinn: töfrandi trébrúður, gerðar af meistarahöndum með natni og einstakri fagmennsku.“
Áslaug Jónsdóttir / Morgunblaðinu
Kristrun Hauksdottir –
„Þetta er ein fallegasta barnabók sem ég hef séð í langan tíma, svo falleg að mig langaði mest af öllu að komast inn í heim Péturs, rölta um skóginn þar sem úlfurinn býr og fá mér kaffi hjá afanum og Pétri í litla húsinu. Ég sé fyrir mér að mörg börnin eigi eftir að sogast inn í ævintýrið um Pétur og úlfinn.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið