Passamyndir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 276 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 276 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
„Síðustu daga hefur fjallið leitað á mig eða öllu heldur sumarið á fjallinu.“
Þannig hefst frásögn Haraldar af löngu liðnu sumri þegar hann hélt til Noregs að vinna og ætlaði svo að ferðast um, lenda í ævintýrum og kynnast heiminum; upprennandi skáld þyrsti í lífsreynslu. En það gleymdist að gera ráð fyrir ástinni sem setur strik í alla reikninga …
Passamyndir er ferðasaga, ástarsaga og þroskasaga – því hvað er meira þroskandi en framandi staðir, fólk og tilfinningar? Hér er kraumandi mannlíf og ólgandi æska, stórbrotnar persónur, skemmtisögur, örlög grimm – allt þetta vefur Einar Már Guðmundsson í sinn galdravef af alkunnri list.
Sagan sprettur úr frjóum sagnaheimi, frá sömu slóðum og verðlaunabókin sígilda, Englar alheimsins, og ættarþríleikurinn Fótspor á himnum, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir. Með Passamyndum stækkar sá heimur enn.
13 umsagnir um Passamyndir
Eldar –
„Passamyndir er vel lukkuð, forvitnileg og góð saga sem flaug full lágt og hlóðlega eftir að hún kom út í haust sem leið. En er nú farin að birtast erlendum þýðingum og vekja verðskuldaða athygli utan landsteinanna.“
Einar Falur / Morgunblaðið
Eldar –
„Fimm hjörtu til íslensks meistara (…) Orðfæri hans [Einars Más] er þess háttar að það getur í einni setningu þanist mót óendanleika heims og samtímis þétt orkuna á borð við svarthol … fáránlega fær sögumaður.“
– Søren Vinterberg / Politiken
Eldar –
[Einar Már] „skrifar um æskuár, sumar og norðrið þannig að mann langar að snúa baki við hversdeginum, pakka ofan í bakpokann og hverfa til fjalla.“
Julia / FEMINA
Eldar –
„Einari hefur tekist listilega vel að fanga andrúmsloft og tilfinningar ungdómsins og sýnir alls kyns hliðar á þeirri tilveru. Passamyndir er allt í senn saga af fyrstu skrefunum út í veruleikann, frelsi, ferðalagi, ást og draumum, en kannski fyrst og fremst af því hvað lífið getur verið ótrúlega skemmtilegt. Svo ég endi þetta á orðum Haralds [aðalsögupersónunnar]: „Stundum er lífið bara What a wonderful world, og Louis Armstrong er sólin. Hann blæs í trompet og geislarnir flæða.“
Tanja Rasmussen / Kallipopa.com
Árni Þór –
„Stórskemmtileg og vel skrifuð saga … fullur af húmor og heimspeki segir Einar okkur frá draumórafólki og byltingasinnum, skáldum og bóheimum í heimi fullum af ást og ástleysi og ekki er allt sem sýnist.“
Tolli Morthens / FB
Árni Þór –
„Sumum bókum dreypir maður á eins og eðalvíni. Passamyndir Einars Más Guðmundssonar er þannig verk og eftirbragðið er ítalskt haust … Bókin litast af af handverki meistara sem miðlar í senn skemmtilegum sögubrotum og eftirminnilegum persónulýsingum í litlum passamyndum. Húmorinn aldrei fjarri … umfram allt finnst mér bókin vera góð sagnaskemmtun.
Ég naut hennar til botns.“
Skafti Halldórsson / FB
Árni Þór –
„Sögumaður Passamynda ákveður að gerast skáld og svo verður hann ástfanginn í Noregi. Slík saga hlýtur að vera í dúr, en þótt birtan sé ráðandi þá er ekki skautað framhjá erfiðum spurningum. Að lesa þessa bók Einars Más var gjöful ferð á vit tímanna …“
Tómas R. Einarsson
Árni Þór –
„Það kom mér kannski ekki á óvart að passamyndir Einars Más skyldu sumpart vera passamyndir mínar. Þetta er okkar tími, okkar tónlist, okkar hugsjónir, okkar fólk. Það kom mér heldur ekki á óvart að hann kynni margar góðar sögur frá þessum tíma, gæti brugðið upp minnisstæðum myndum af ólíku fólki, skrifaði af hlýju og mennsku og með hæfilegu sjálfsháði um baks okkar og baráttu. En hann kom mér að óvörum með því að vefa þetta allt inn í sérlega fallega og persónulega ástarsögu og bæta þar með nýrri vídd við skrif sín og einstakan sagnaheim.“
Halldór Guðmundsson
Árni Þór –
„Sprúðlandi skemmtileg … Ótrúleg saga þessa frábæra rithöfundar … Einstaklega skemmtilega skrifuð … Það er dásamlegt að taka flugið með Einari Má.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson / Hringbraut
Árni Þór –
„Mjög skemmtileg aflestrar … Skrifar eins og eldri höfundur sem horfir mildum augum bæði á eigin fortíð og annarra.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Árni Þór –
„Í Passamyndum er Einar Már í miklu stuði. Lipur frásagnagáfa hans og skemmtileg kímni nýtur sín til full hér. Þetta er átaka- og þroskasaga manneskju líkt og í Englar alheimsins … Lífleg þroskasaga.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Falleg ástarsaga … fallega skrifuð bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Einn af okkar stóru höfundum.“
Egill Helgason / Kiljan