Óskalistinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 1.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 1.390 kr. |
Um bókina
Óskalistinn er ný og æsispennandi bók eftir Eoin Colfer, höfund metsölubókanna um Artemis Fowl. Það er óhætt að segja að Óskalistinn gefi Artemis Fowl ekkert eftir; þetta er óvenjuleg, grípandi og grátbrosleg saga sem á engan sinn líka.
Í Óskalistanum segir frá Meg, sem er í yfirnáttúrulegum vandræðum. Hún hefur lent á glapstigum og þegar hún tekur þátt í að ræna gamlan mann deyr hún fyrir slysni. En þar sem Meg er alls ekki alslæm fær hún tækifæri til að bæta sig og reyna að komast inn í himnaríki í stað þess að fara beint til helvítis. Til þess þarf hún að hjálpa gamla manninum að uppfylla óskir sem hann hefur sett á sérstakan lista – óskalistann sinn. En það er ekki einfalt mál: Útsendari djöfulsins reynir að sjálfsögðu að koma í veg fyrir að Meg fái nógu mörg stig fyrir óskalistann til að hljóta náð fyrir augum Lykla-Péturs. Skyldi honum takast það?
Óskalistinn er ógleymanleg og bráðfyndin saga um lífið, dauðann og óvænta atburði fyrir handan.
Guðni Kolbeinsson þýddi.
„Stórskemmtilegt ævintýraferðalag og hatrömm barátta góðs og ills. Samskipti aðalpersónanna eru trúverðug og skemmtileg og valdabaráttan milli hæstráðenda á himnum og í helvíti er sprenghlægileg á köflum.“
[domar]
Independent on Sunday
„Svo djöfullega fyndin að Lykla-Pétur gæti hlegið af sér geislabauginn.“
Sunday Times
„Snjöll, frumleg, spennandi og bráðfyndin ... krydduð með svartri kímni.“
The Sunday Herald
„Alveg frábær – eftir lesturinn sat ég með tárin í augunum.“
Independent on Sunday
[/domar]