Ósjálfrátt
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 381 | 3.415 kr. | ||
Kilja | 2013 | 381 | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 381 | 3.415 kr. | ||
Kilja | 2013 | 381 | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 990 kr. |
Um bókina
Viltu ekki fara frá þessum manni? Setningin skellur á hlustunum; hún heyrir hvað amma segir en hverju á hún að svara? Ef þér er alveg fyrirmunað að hugsa um sjálfa þig, viltu þá gera það fyrir mig að hugsa um skáldsöguna þína?
Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, örfáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf. Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eiginmanninum og í annað land, í samfloti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona.
En fyrst og fremst allar sögurnar sem lífið gefur okkur og sem við megum ekki láta gleymast.
Ósjálfrátt hlaut Fjöruverðlaunin 2012 í flokki fagurbókmennta.
6 umsagnir um Ósjálfrátt
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„ Persónurnar eru skrifaðar af djúpum mannskilningi og eru sérlega heillandi með öllum kostum sínum og göllum. Það er einhver falleg yfirsýn sem höfundurinn hefur í þessari bók. Yfir tímann og kynslóðirnar og það sem skiptir máli í lífinu. Fyrir utan hvað hún er drepfyndin og skemmtileg. … Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari margslungnu, fögru og fyndnu sögu. Því leita ég í smiðju kollega minna og segi bara: Konfekt og perla og nístandi falleg bók!“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Mikilfengleg fjölskyldusaga … Frásagnarstíll Auðar er einkar áreynslulaus en samt svo mikilfenglegur og myndrænn þannig að í fáum orðum sér lesandinn ljóslifandi fyrir sér sögusviðið … Ég hlakka til að lesa næstu bók.”
Viktoría Hermannsdóttir / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… skemmtileg aflestrar, full af hlýju og húmor. Konurnar í sögunni eru sérlega eftirminnilegir karakterar, sterkar og svipmiklar. Með betri skáldsögum ársins.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
Auður er mikill húmoristi – þetta er mjög fyndin bók á köflum, hún er líka kaldhæðin og svo er hún afskaplega lýrísk … Þetta er þroskaðasta verk Auðar og áreiðanlega hápunkturinn á skáldferli hennar hingað til.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þetta er dúndurskemmtileg bók um mjög skemmtilegt fólk.”
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Endursköpun Auðar sjálfri sér minnir helst sjálfsmynd Þórbergs í Ofvitanum og íslenskum aðli: Þegar fyndnin fer með mann upp af koddanum og fram úr rúminu verður eina hjálp lesandans sú að ákalla meistarann gamla til samanburðar. … Það er einhver dauðsjarmerandi tónn sem Auður nær að fanga …“
Hallgrímur Helgason / DV