Órólegi maðurinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Kilja | 2011 | 472 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Kilja | 2011 | 472 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 990 kr. |
Um bókina
Einn vetrardag árið 2008 hverfur hátt settur sænskur sjóliðsforingi, Håkan von Enke, á daglegri morgungöngu sinni. Málið snertir Kurt Wallander lögreglufulltrúa í Ystad persónulega vegna þess að von Enke er tengdafaðir Lindu dóttur hans.
Þegar eiginkona von Enke hverfur líka jafn sporlaust og á jafn dularfullan hátt verður Wallander enn helteknari af gátunni. Smám saman eru þræðir raktir aftur til kalda stríðsins, grimmrar samkeppni stórveldanna í austri og vestri. Kannski er málið margfalt alvarlegra en Svíar hafa áður kynnst. En það er erfitt að fá góða yfirsýn því margir vilja varpa ryki í augu Wallanders.
Á sama tíma birtist ennþá dekkra ský á himni hans …
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 17 klukkustundir og 1 mínúta að lengd. Haraldur Ari Stefánsson les.