Ormstunga: Þriggja heima saga #3
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 583 | 3.290 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Ormstunga: Þriggja heima saga #3
990 kr. – 3.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 583 | 3.290 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Um bókina
Séð hef ég heimana þrjá,
satt eðli manna ég man,
gjá mikla snerti og fann,
fornt hljóma, djúpt óma, kall.
Eftir sprenginguna miklu undir Velajaborg er hópurinn sundraður – Ragnar hrapar niður á gríðarmikla glersléttu þar sem ekkert líf þrífst, Sirja rankar við sér á ókunnri strönd og Breki vaknar í forboðnum helli fullum af gulli og gimsteinum. Ekkert þeirra veit hvar vinir þeirra eru niðurkomnir en vonin um að finna þá aftur heldur í þeim lífinu. Á meðan berjast eftirlifendur Vébakka fyrir tilveru sinni, óvitandi um þær fornu ógnir sem aftur eru vaknaðar til lífsins. Svo virðist sem tilraunir Ragnars, Sirju og Breka til að sækja hjálp vitringanna hafi brugðist og að tíminn sé á þrotum. Það er margt, svo margt sem myrkrið veit …
Ormstunga er þriðja bókin í Þriggja heima sögu. Fyrri bækurnar hlutu frábærar viðtökur og fyrir þá fyrstu fengu höfundarnir meðal annars Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.
2 umsagnir um Ormstunga: Þriggja heima saga #3
Kristrun Hauksdottir –
„Þeir sem enn gætu ímyndað sér að fantasíubókmenntir bjóði upp á einfaldan flótta ættu að lesa þessi verk, því þar er sko lítið um örugg skjól – en þeim mun meira af áhrifamiklum lýsingum og hugvekjandi vangaveltum … þeim Kjartani og Snæbirni hefur farið fram með hverri bókinni.“
Úlfhildur Dagsdóttir / Bókmenntir.is
Kristrun Hauksdottir –
„… fullvaxin fantasía fyrir allan aldur … þessi lesandi hér, sem ekki hefur mikið dálæti á fantasíum og furðusögum, heillaðist upp úr skónum og gat varla lagt bókina frá sér fyrir spennu. Hér er einfaldlega verið að segja áhugaverða, vel byggða og vel hugsaða sögu með vísunum í allar áttir, áhugaverðri framvindu og persónum sem vekja áhuga og samlíðan … ekki bara spennandi og áhugaverð fantasía heldur breið og margradda skáldsaga sem talar beint inn í samtímann … Miðað við endir þessarar sögu er augljóst að það mun draga til verulegra tíðinda í næstu bók. Við bíðum í ofvæni.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið