Oliver Twist
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 990 kr. | |||
Kilja | 2009 | 288 | 2.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 990 kr. | |||
Kilja | 2009 | 288 | 2.090 kr. |
Um bókina
Sagan af Oliver Twist telst til sígildra heimsbókmennta enda er hún tvímælalaust eitthvert þekktasta verk Charles Dickens.
Drengur fæðist á fátækrahæli en móðir hans deyr við barnsburðinn. Enginn veit hvaðan hún kom og er drengurinn Oliver sendur á milli staða og má þola mikið harðræði. Hann lendir í hrakningum þegar hann flýr kvalara sína og hafnar hjá undirheimafólki í Lundúnum sem reynir að leiða hann inn á braut glæpa og ofbeldis. Honum er bjargað af velgjörðamanni sínum, herra Brownlow, en hinn dularfulli Monks rænir honum aftur í illum tilgangi. En örlögin ætla Oliver betra hlutverk og smám saman kemur í ljós hver hann er í raun og veru.
Í frásögninni blandast kímni og alvara þar sem dregin er upp skýr mynd af stéttaskiptingu, hræsni og lífi undirmálsfólks þar sem grimmd, barnaþrælkun og glæpir eru daglegt brauð.
Frásögnin af munaðarleysingjanum Oliver Twist hefur snert hjörtu lesenda kynslóð fram af kynslóð.
Bókin er ríkulega myndskreytt upphaflegum koparstungumyndum eftir George Cruikshank.
Hannes J. Magnússon þýddi.
1 umsögn um Oliver Twist
Elín Pálsdóttir –
“Atburðarásin, persónusköpunin og sviðsetning höfundar eru með slíkri snilld að ungir og eldri lesendur dragast inn í söguna. Því ber að fagna að hún skuli aftur vera fáanleg á íslenskum bókamarkaði.”
– Páll Baldvin Baldvinsson / DV