Næring og hollusta
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | - | 5.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | - | 5.390 kr. |
Um bókina
Næring og hollusta er bók fyrir allt áhugafólk um heilbrigða lífshætti. Í henni er að finna hagnýtan fróðleik um fæðutegundir og mataræði. Meðal annars er fjallað um helstu næringarefni, hlutverk þeirra, ráðlagða dagskammta og áhrif skorts og ofneyslu. Þá er fjallað um næringarþarfir sérstakra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, ungbarna og aldraðra, mataræði sjúklinga og nokkrar algengar tegundir sérfæðis.
Höfundur bókarinnar, Elísabet S. Magnúsdóttir, er næringarfræðingur með MSc-próf frá Lundúnaháskóla. Hún hefur starfað sem næringarráðgjafi og kennari, en jafnframt skrifað fjölda fræðslugreina og haldið fyrirlestra fyrir almenning um næringu og hollustu.
Bókin kom fyrst út árið 1992 og hefur löngu sannað gildi sitt. Næringarfræðin er þó í stöðugri þróun þannig að sífellt bætist við þekkinguna og áherslur breytast. Í þessari nýju útgáfu, sem er 3. útgáfa bókarinnar, eru því í senn sígild fræði sem var að finna í hinum eldri og upplýsingar sem byggðar eru á nýjustu rannsóknum og áherslum næringarfræðinga.