Myrkrið veit: Konráð #1
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 283 | 3.990 kr. | ||
Kilja | 2018 | 283 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 990 kr. |
Myrkrið veit: Konráð #1
990 kr. – 3.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 283 | 3.990 kr. | ||
Kilja | 2018 | 283 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 990 kr. |
Um bókina
Lík finnst frosið fast í ísinn á Langjökli. Það reynist vera af athafnamanni sem hvarf fyrir þrjátíu árum. Umfangsmikil leit bar engan árangur, viðskiptafélagi mannsins sat í varðhaldi um tíma en ekkert sannaðist. Nú er félaginn handtekinn á ný og kallað í Konráð, lögreglumann á eftirlaunum sem rannsakaði málið í upphafi. Það hefur ásótt hann alla tíð og þegar til hans leitar kona með nýjar upplýsingar kemst aftur skriður á þetta óleysta sakamál.
Myrkrið veit er mögnuð saga um eitruð leyndarmál og grimman sannleika sem tíminn færir um síðir upp á yfirborðið.
Arnaldur Indriðason hefur verið helsti glæpasagnahöfundur landsins í tvo áratugi. Skáldsögur hans hafa verið þýddar á um fjörutíu tungumál og selst í yfir tólf milljónum eintaka. Sögurnar njóta gríðarlegra vinsælda heima og heiman og hafa fært höfundi sínum ótal verðlaun og viðurkenningar.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 9 klukkustundir að lengd. Þorsteinn Bachmann les.
4 umsagnir um Myrkrið veit: Konráð #1
Árni Þór –
„… snilldarlega fléttuð saga, afbragðsvel skrifuð og áhrifamikil … Myrkrið veit er sumpart margslungin harmsaga um eftirsjá og söknuð. Arnaldur beitir hér reynslu sinni og kunnáttu til að skapa margar persónur og flókinn vef. Allt gengur þetta afskaplega vel upp og sagan er á köflum mjög áhrifamikil.“
Ágúst Borgþór Sverrisson / DV
Árni Þór –
„Þarna langar mann alltaf til að vita meira og er spenntur bæði fyrir persónunum og hvernig muni fara. Þráðurinn vel lukkaður … Það eru margar persónur í bókinni en hann getur dregið þær upp í nokkrum strokum og þær verða ljóslifandi.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Árni Þór –
„Þetta allt gerir hann óaðfinnanlega. Mjög fínn Arnaldur … framúrskarandi.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Maður er hreinlega með stjörnur í augunum eftir lesturinn … hittir svo sannarlega í mark … lýsingar hans á sögusviðinu og helstu persónum eru nánast óaðfinnanlegar, viðtölin sérlega vel úr garði gerð og ekkert virðist vera honum óviðkomandi … Bestu verk Arnaldar falla svo sannarlega undir fagurbókmenntir.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið