Myrká: Erlendur #12 (2008)
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 294 | 2.890 kr. | ||
Kilja | 2009 | 294 | 1.750 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Myrká: Erlendur #12 (2008)
990 kr. – 2.890 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 294 | 2.890 kr. | ||
Kilja | 2009 | 294 | 1.750 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Í snyrtilegri íbúð í Þingholtunum í Reykjavík finnst fáklæddur ungur maður liggjandi í blóði sínu. Engin merki eru um innbrot eða áflog en óminnislyf í jakkavasa vekja grunsemdir um illar fyrirætlanir og undir rúmi leynist fjólublátt kvenmannssjal með sterkri og framandlegri lykt.
Vísbendingarnar leiða lögregluna fljótlega á slóð dulins ofbeldis og hrottalegra sálarmorða, harma sem aldrei verður hefnt til fulls.
Myrká er tólfta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar sem hefur um árabil verið langvinsælasti höfundur landsins.
Bækurnar um Erlend Sveinsson rannsóknarlögreglumann eru hér tölusettar eftir innri tímaröð sögunnar, Einvígið: Erlendur #1 gerist árið 1972 en Furðustrandir: Erlendur #14 2005. Útgáfuár bókanna eru innan sviga.
5 umsagnir um Myrká: Erlendur #12 (2008)
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Arnaldur bregst ekki lesendum sínum fremur en fyrri daginn.“
Þórarinn Þórarinsson / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þessi bók gefur hinum bókunum hans Arnaldar ekkert eftir og er FANTAGÓÐ . Ekki spurning ef þig langar í góðan krimma, þá er þessi bók alveg málið. Verst að Arnaldur gefur ekki út meira en eina bók á ári ! Áfram Elínborg og áfram Arnaldur segi ég bara 🙂 Það er ekki að ástæðulausu sem Arnaldur þýtur alltaf upp í fyrsta sæti vinsældalistans í bókabúðunum hér heima … hann á bara heima þar.“
Kolbrún Ósk Skaftadóttir / Eymundsson
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þéttbyggt drama í þaulhugsuðum stíl meistarans.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Arnaldur hefur lag á að gera það sem maður hefði síst átt von á … fer í snarpa, þétta glæpasögu … skemmtileg flétta … ég mæli hiklaust með henni … klassísk glæpasaga.“
Katrín Jakobsdóttir / Mannamál, Stöð 2
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„ … einn af þéttustu krimmum Arnaldar.“
Þröstur Helgason / Morgunblaðið