Þessi bók er ekki bók. Þessi bók er tónsmíð. Verkið líður áfram í láréttu flæði, það byrjar hljóðlátt en styrkist þegar fleiri raddist bætast við. Það spilar kunnuglegt stef sem hefur hljómað í gegnum aldirnar og ögrar samtali samtímans. Efniviður verksins eru setningar teknar úr greinarskrifum Íslendinga frá árunum 1940-1945 sem undirstrika sýn samfélagsins á „Ástandið“. Verkið fjallar þó ekki um „Ástandið“. Það er samtal um samtímann með tungumáli fortíðarinnar. Bókverkinu fylgir samnefnt tónverk, Quite the Situation, sem hlusta má á öllum helstu streymisveitum. Gaman er að hlýða á verkið á meðan bókinni er flett, en það er þó alls ekki nauðsynlegt. Höfundur bókverksins er Ingibjörg Friðriksdóttir, sem þekkt er undir listamannanafninu Inki. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín en verk hennar liggja oft á óljósum landamærum mynd- og hljóðlistar. Nánari upplýsingar um verk hennar má finna á heimasíðu Inki music