Markmaðurinn og hafið

Útgefandi: Draumsýn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2019 231 90 kr.
spinner

Markmaðurinn og hafið

Útgefandi : Draumsýn

90 kr.

Markmaðurinn og hafið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2019 231 90 kr.
spinner

Um bókina

„Hver er venjulega í marki?“
Ég varð forviða. Hvernig í ósköpunum vissi hann það ekki? Allir í bænum vissu að Lena er markvörður í strákaliðinu. Núna steig hún inn í hringinn með markmannshanska og leit frekjulega á manninn í svarta æfingagallanum.
„Ég.“
„Bara þú?“

Nýr knattspyrnuþjálfari færir dökk ský yfir Lenu Lid, tólf ára. Í nágrannahúsinu veltir Trilli fyrir sér hvernig hann geti heillað nýju stelpuna í bekknum. Og úti á sjó krækir afi í stóra fiska án þess að leiða hugann að því að hann sé að eldast.

Þau þurfa að berjast við sjálf sig og náttúruöflin á þessu ári, Lena, Trilli og afi. Hvað eiga menn að gera ef vindurinn stendur alltaf í fangið og enginn hefur áhuga á því hvað hver og einn getur? Það er alla vega ekki hægt að sætta sig við það. Eins og Lena Lid segir þegar hún lendir í þröngri stöðu:„Núna verður maður að standa sig.“

Tengdar bækur