Maó Sagan sem var aldrei sögð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | - | 4.655 kr. |
Maó Sagan sem var aldrei sögð
4.655 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | - | 4.655 kr. |
Um bókina
Maó - sagan sem var aldrei sögð er einhver umtalaðasta og umdeildasta ævisaga síðari ára. Þetta gríðarlega þrekvirki hjónanna Jung Chang (höfundur metsölubókarinnar Villtir svanir) og Jon Halliday var mörg ár í smíðum, enda verkefnið risavaxið. Útkoman er ekki bara fróðleg ævisaga eins umdeildasta stjórnmálaleiðtoga 20. aldar heldur líka skemmtileg og grípandi lesning.
Að baki verkinu liggja áratugslangar rannsóknir, meðal annars viðtöl við marga nánustu samstarfsmenn Maós í Kína sem aldrei áður hafa leyst frá skjóðunni – og við svo til alla utan Kína sem höfðu eitthvað að ráði saman við hann að sælda. Hulunni er svipt af fortíðinni og sannleikurinn á bak við goðsögnina um Gönguna löngu upplýstur. Hér kemur fram áður óþekktur Maó, hvorki knúinn af hugsjónum né hugmyndafræði. Sýnt er hvernig hann komst til valda vegna náins og flókins sambands síns við Stalín, sem hófst á þriðja áratug síðustu aldar; leitt er í ljós að hann fagnaði því er Japanir hernámu stóran hluta Kína og beitti baktjaldamakki, eiturmorðum og mútum til að fá sínu framgengt. Eftir að Maó náði völdum í Kína árið 1949 var leynilegt markmið hans að ná heimsyfirráðum. Draumórar hans kostuðu líf 38 milljóna manna í verstu hungursneyð sögunnar. Samtals létu yfir 70 milljónir Kínverja lífið á valdatíma Maós - á friðartímum.
Hér er nákvæmum heimildarannsóknum fléttað saman við frásagnarlist Villtra svana og þannig tekst að glæða átakamikið lífshlaup Maós lífi og sýna hvernig hann beitti öllum brögðum til að þvinga í gegn óvinsælar ákvarðanir. Lesandinn er leiddur inn í myrkustu skúmaskotin í höllum Maós og fær að fylgjast með átökum og atburðum. Í fyrsta sinn kemur hér fram sannleikurinn um persónu Maós og hulunni er flett af miskunnarleysi hans gagnvart eiginkonum, hjákonum og börnum. Þetta er bók sem á eftir að koma bæði sagnfræðingum og almennum lesendum mjög á óvart.
Ólafur Teitur Guðnason þýddi.