Makalaus
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 490 kr. | |||
Kilja | 2010 | 322 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 490 kr. | |||
Kilja | 2010 | 322 | 990 kr. |
Um bókina
Út er komin drepfyndin saga úr íslenskum samtíma eftir blaðakonuna, bloggarann og djúpulaugarvörðinn Þorbjörgu Marinósdóttur.
Makalaus er skáldsaga (sem þó er að nokkru byggð á raunverulegum atburðum í lífi höfundar) sem sver sig í anda „chic lit“ bóka sem á íslensku gætu kallast skutluskáldskapur.
Aðalsöguhetjan í þessari bráðfjögugu bók er ung og einhleyp stúlka í Reykjavík sem lýsir á frjóan hátt sínum persónulegustu hugðarefnum fyrir lesendum. Rómantíkin og reykvíska skemmtanalífið koma nokkuð við sögu en það gera líka flottir kroppar í Laugum, Facebook-statusar og sætir silfurrefir!
„Skínandi skvísuskrudda … Málfar Tobbu er oft mjög skemmtilegt, hún er mikið í nýyrðasmíð og er með sniðugan og hugmyndaríkan orðaforða….Bókin er hröð og lífleg … tilvalin til að taka með sér í sólbaðið eða bústaðinn í sumar.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
„Höfundur kann að orða hlutina ótrúlega skemmtilega, myndlíkingarnar hennar eru frumlegar og fyndnar... Mæli með þessari fyrstu skvísubók Íslands.“
Kolbrún Skaftadóttir / midjan.is
„Töff og nútímaleg. Fyrir alla sem eru eitthvað að spá í leikinn milli kynjanna.“
Sölvi Tryggvason, sjónvarpsmaður
„Kolsvartur húmor og óheflað orðbragð fær mann ítrekað til að hlæja upphátt. Upphátt? Maður pissar í sig!“
Halla Vilhjálmsdóttir, leik- og söngkona
„Bridget Jones, eat your heart out!“
Haffi Haff