Lömuðu kennslukonurnar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 231 | 2.065 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 231 | 2.065 kr. |
Um bókina
Heim kominn frá námi í útlöndum uppgötvar sjálf vonarstjarna og stolt móður sinnar að hans bíður ekkert við sitt hæfi á Íslandi, heldur situr hann fastur í teppalyktinni í samliggjandi stofum þeirra mömmu og pabba eftir að hafa baðað sig frjáls í sólinni hjá stærri og meiri þjóðum. Uns hann verður fastur starfskraftur í heimilisþjónustunni, þar sem hann endar við rúmstokkinn hjá systrunum lömuðu, Lóu og Jónu, og tekur að segja þeim sögur.
Áður en hann veit af hafa lömuðu kennslukonurnar neytt hann út á braut þaðan sem ekki er aftur snúið. Afl hins lamaða rekur hann út á söguslóðir sem eru andstæðar hans eigin vilja, hið frumstæða og ruddalega nær yfirhöndinni, og hann heldur sig jafnvel vera kraftaverkaskáld. En þegar þær lömuðu rísa á fætur ? hvað er þá eftir af samvisku skáldsins sem lét hrekja sig út í söguna?
Guðbergur hlaut Norrænu Bókmenntaverðlaunin árið 2004 en þau eru gjarnan nefnd Norrænu Nóbelsverðlaunin og eru mesti heiður sem norrænum höfundi getur hlotnast.
5 umsagnir um Lömuðu kennslukonurnar
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Stíllinn og hugarheimurinn er ómótstæðilega “guðbergskur”, rambar á mörkum fantasíunnar og er allt í senn; frumlegur, fyndinn, margræður og djúphugull.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Guðbergur er í miklu stuði í þessari bók … Ansi fyndin og hugmyndarík.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ögrandi…beinskeytt…kynósa…fyndin.”
Jón Yngvi Jóhannsson / Kastljós
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ég mun lesa þessa bók aftur ef ég þori.”
Soffía Bjarnadóttir / Víðsjá, Rúv
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Dásamleg, hæðin, sorgleg, sjokkerandi og drepfyndin.”
Sigríður Albertsdóttir / DV