Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Lóaboratoríum
Útgefandi: Ókeibæ
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 3.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 3.590 kr. |
Um bókina
Lóaboratoríum er rannsóknarstofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur teiknara og tónlistarkonu. Meðal viðfangsefna stofunnar eru mannleg eymd, óþægileg fjölskyldumynstur, líkamshár, ofneysla af ýmsu tagi og margt margt fleira. Tími okkar er senn á enda og það eina sem mun standa eftir er þessi bók og nokkur kattavídeó á netinu.
Lóaboratóríum er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2014 í flokki fagurbókmennta og einnig til Menningarverðlauna DV í flokki fagurbókmennta.
4 umsagnir um Lóaboratoríum
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Teikningar Lóu Hlínar bera sterk höfundareinkenni og þær eru vísast ekki fyrir teprur. Naktir skrokkarnir, gamlir, feitir og loðnir (hjálp!). Illa tennt fólk, ófríð börn, vindgangur og viðbjóðslegir líkamsvessar fá gott og verðskuldað pláss í bókinni. Í myndum Lóu er sagður „óþægilegur sannleikur“ eins og ekkert sé sjálfsagðara, oft ýktur og gróteskur … Rannsóknir Lóu á mannlegri hegðun eru alltaf áhugaverða og oftast bráðfyndnar.“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttatíminn
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Eins og svo margar verulega góðar myndir segja teikningar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur stóra sögu. Í einu vetfangi, einni setningu, einni mynd nær hún að fanga tíðaranda, samfélag og manneskjur – breyskar og grátbroslegar í öllu sínu veldi. Lóaboratoríum hreinsar hismið frá kjarnanum og afhjúpar okkur öll – hún er dásamlega fyndin og óþægilega sönn en merkilega laus við mannfyrirlitningu.“
Rökstuðningur dómnefndar Menningarverðlauna DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Rannsókn Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur á þjóðarsálinni hefur heppnast sérstaklega vel í bók hennar, Lóaboratoríum. Teikningarnar í bókinni hafa sterk höfundareinkenni og textinn er meinhæðinn og beittur og vísar beint í nútímann … Það er einkennileg fegurð í ljótleikanum því myndirnar eru bæði fallegar og gróteskar í senn og svo sannar að það er stundum óþægilegt að spegla sig í þeim. Lóa sýnir okkur í þessu verki að hún er ótrúlega nösk að greina íslenska þjóðarsál á sinni rannsóknarstofu.“
Rökstuðningur dómnefndar Fjöruverðlaunanna
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… fangar kjarnann í mannlegri tilvist … grínið verður aldrei einsleitt, það fer frá tragíkómísku aðstæðugríni yfir í hugleiska grótesku … frá myndrænum súrrealisma yfir í samfélagslega ádeilu.“
Kristján Guðjónsson / DV