Ljóðasafn – Vilborg Dagbjartsdóttir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 288 | 4.790 kr. |
Ljóðasafn – Vilborg Dagbjartsdóttir
4.790 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 288 | 4.790 kr. |
Um bókina
Þetta ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur geymir allar ljóðabækur hennar, frumsamin ljóð og þýdd, og fáein áður óbirt ljóð. Vilborg vakti athygli strax árið 1960 með fyrstu ljóðabók sinni, Laufinu á trjánum, og rúmum áratug og tveimur ljóðabókum síðar hafði hún tryggt sér stöðu meðal virtustu og vinsælustu skálda okkar, ein fárra kvenna.
Vilborg yrkir á frjálsu, nútímalegu ljóðmáli og kjör og reynsla kvenna og barna verða henni oft að yrkisefni. Ljóð hennar eru opin og ná rakleitt til lesenda en einfaldleikinn er aðeins á yfirborðinu; þau tjá einatt annan veruleika handan við orðin, oft með vel völdum líkingum, beitingu andstæðna og þverstæðna. Umgerðin er fjölbreytt, allt frá knöppum japönskum hækum og seiðandi ljóðum í þjóðkvæðastíl til ljóðabálka og langra prósaljóða.
Þorleifur Hauksson ritar formála.
2 umsagnir um Ljóðasafn – Vilborg Dagbjartsdóttir
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ljóðunnendur geta glaðst yfir þessari bók. Hún fyllir hugann ró, en vekur jafnframt áleitnar spurningar. Á henni er hugþekkur blær sem lesandi skynjar og samsamar sig við … Heimanbúnaður hennar af hálfu forlagsins er öllum til sóma.“
Sölvi Sveinsson/Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… einstaklega fallega innbundin … ný perla í ljóðabókasafn heimilisins og einstaklega góð vinargjöf.“
Steingerður Steinarsdóttir/Vikan