Listamannalaun
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 219 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 219 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 1.490 kr. |
Um bókina
„Það á fyrir mér að liggja að verða prentsverta.“
– Alfreð Flóki„Þegar ég er orðinn gamall
og búinn að vinna
öll mín snilldarverk
og glapræði.“
-Dagur Sigurðarson„Ég á eftir að verða ríkur ef ég nenni, og nenni.“
-Steinar Sigurjónsson
Þeir vissu að þeir yrðu einhverjum söguefni, þessir þremenningar sem voru vandræðabörn á atómöld, bóhemar sem hneyksluðu og hrifu; gæfuleysið féll þeim að síðum, þeir lifðu átakamiklu lífi innra með sér og hið ytra – og reyndu að láta penna og pensil ljúga úr sér hrollinn.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur var góðvinur listamannanna Alfreðs Flóka, Dags Sigurðarsonar og Steinars Sigurjónssonar, umdeildra snillinga sem ólu aldur sinn á jaðri samfélagsins. Hann fer hér í sannkallaðan gúmsílúmstúr – eins og Flóki hefði sagt – um Reykjavík og Kaupmannahöfn áttunda og níunda áratugarins og lýsir af næmum skilningi, hreinskilni og óborganlegum húmor kynnum sínum af þeim og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum af því sögusviði: menningarpáfum, sveitamönnum, heimsfrægum rithöfundum, húsgagnasölum, barþjónum, mögulegum KGB-mönnum, ástkonum, skáldum og listamönnum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um átta klukkustundir að lengd. Hjálmar Hjálmarsson les.
Hér má hlusta á fyrsta kafla streymishljóðbókarinnar:
8 umsagnir um Listamannalaun
Arnar Tómas –
„Bókin er meistaraverk um verk og verki meistara.“
Hrafn Jökulsson
Arnar Tómas –
„Frábærlega stíluð frásögn, ofin harmrænni glettni og lærdómi um menn sem mörkuðu spor í íslenskt menningarlíf.”
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir / Fréttablaðið
Arnar Tómas –
„Saga sem þessi ætti sannlega að vekja áhuga fólks á því að kynna sér líf og list þessara lávarða listar og lánleysis, þessara jaðarmanna í íslenskri listasögu. Ef það tekst þá er það ekkert nema gúmsílúms.”
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson / Starafugl
Arnar Tómas –
„…þetta eru dásamlegar og átakanlegar og fallegar lýsingar á þeim Steinari Sigurjónssyni, Alfreð Flóka og Degi Sigurðarsyni, en mest af öllu er þetta lýsing á ungum höfundi sem er í leit að fyrirmyndum og ætlar að skrifa fimm binda stórvirki í anda útlendu meistaranna… allir höfðu þessir menn snert af snilligáfu, og því heldur Óli svo fallega til haga.”
Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur
Arnar Tómas –
„Ég er hræddur um að við verðum að sparka lífi í frasann skyldulesning, því þannig eru Listamannalaun Ólafs Gunnarssonar.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
Arnar Tómas –
„Dásamleg bók! Lesandinn fær að vera fluga á vegg í volki snillinganna um veröldina. Má skrifa svona um látið fólk spurði ég mig í byrjun en kærleikurinn og væntumþykjan umvefja frásögnina og virðingin fyrir þeim félögum er alltaf í öndvegi.“
Margrét Tryggvadóttir
Arnar Tómas –
„Dúndrandi fyllerí með öskrandi fyndnum sögum af hetjum bóhemíunnar, Flóka, Steinari, Degi og fleirum sem lýkur með síðasta fulllinu, bikar barmafullum af trega.“
Páll Baldvinsson
Arnar Tómas –
„ …Ólafur Gunnarsson á miklu og fínu flugi hér í einni sinni allra bestu bók og hefur dregið upp lifandi, eftirminnilegar og mikilvægar myndir af kynnum sínum af Alfreð Flóka og fleiri lifandi sem látnum samferðamönnum.“
Einar Falur Ingólfsson – Morgunblaðið