Lífsmörk
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 990 kr. | |||
Kilja | 2014 | 282 | 3.100 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 990 kr. | |||
Kilja | 2014 | 282 | 3.100 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. |
Um bókina
Sölvi Oddsson er ungur svæfingalæknir sem er í miklum metum á gjörgæsludeild Landspítalans, bæði meðal samstarfsfólks og sjúklinga. Hann helgar sig starfinu og er alltaf reiðubúinn að taka aukavaktir en fjarlægist eiginkonu og börn á merkjavæddu heimili í Garðabæ. Smám saman fer álagið að segja til sín og þegar mörkin milli þess að líkna og valda sársauka taka að dofna verður eitthvað undan að láta.
Ari Jóhannesson er sérfræðingur í lyflækningum og starfar á Landspítala. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyrir ljóðabókina Öskudagar. Lífsmörk er fyrsta skáldsaga hans, einlæg og margslungin þroskasaga full af andstæðum; gálgahúmor og djúpri alvöru, sælu og sársauka, fjötrum og flugi himbrimans.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Kristján Franklín Magnússon les.
6 umsagnir um Lífsmörk
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Gaman að lesa bók eftir lækni sem lifir sig inn í þetta… stíllinn góður, sérstaklega ljóðræni hlutinn… Mjög læsileg og spennandi.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Eldspræk og fyndin frásögn sem hleypur víða með lesandann: um myrkviði heilbrigðis og spítala, ýmis útlönd og misgöfugar hvatir mannsins. Grískar goðsögur, Garðabær, hlaupaárátta, REM, og tungutak sem bragð er af!“
Védís Skarphéðinsdóttir, íslenskufræðingur og ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ég hafði mjög gaman af þessari bók, hún er vel skrifuð og bæði fyndin og alvarleg og kemur sífellt á óvart, frábær frumraun, að mínu mati.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þetta er saga um vináttu, ábyrgð og hégómagirnd, hvers vegna við gerum það sem við gerum. Þetta er strákasaga, karlasaga, og hún fer víða … Þetta er líka saga um hamfarir, náttúruhamfarir, samfélagshamfarir og persónulegar hamfarir. Og hér er stórum spurningum velt upp. Grundvallarspurningum.“
Jórunn Sigurðardóttir / Orð um bækur
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þar sem hann er að lýsa spítala, læknum, hjúkrunarfólki það finnst mér margt frábært. Gaf manni verulega hugmynd um hvernig fólk hugsar á spítölum … Þessi hart keyrði læknir sem er að velta fyrir sér hvort að hann hafi ennþá einhverjar tilfinningar og er að skokka einhvernvegin til þess að komast undan þessu. Vinnufíkill, skokkfíkill og svo sjúklingarnir sem hann þarf að annars, mér fannst allt alveg óskaplega trúverðugt og mjög vel gert … Hann er alveg með þetta…“
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Textinn er ljóðrænn og frásögnin athyglisverð. Sá hluti sem gerist innan sjúkrastofnana er einkar vel lukkaður og sýnir að höfundurinn, sem er starfandi læknir, á fullt erindi á gjörgæsludeild orðanna.
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið