Landsnefndin fyrri V: Den islandske Landkommission 1770-1771
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 780 | 7.590 kr. |
Landsnefndin fyrri V: Den islandske Landkommission 1770-1771
7.590 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 780 | 7.590 kr. |
Um bókina
„Reykjavík ætti auk þess til ævarandi minningar um Yðar Hátignar landsföðurlegu umhyggju fyrir Íslandi að hlotnast sá heiður að vera nefnd Kristjánsvík. Á sama hátt gæti Eyjafjörður fyrir norðan notið þeirrar náðar að fá nafnið Kristjánsfjörður.“
Þannig hljóðaði ein af tillögum Landsnefndarinnar fyrri um viðreisn Íslands árið 1771. Í bókinni eru birtar fundargerðir og önnur gögn nefndarinnar. Hún er fimmta af sex bókum þar sem öll frumskjöl Landsnefndarinnar verða birt.
Heildarútgáfa á skjölum Landsnefndarinnar fyrri verður birt í sex bindum á árunum 2016–2021. Frumbréfin eru bæði á íslensku og dönsku eins og þau voru þegar þau voru send Landsnefndinni á sínum tíma. Flest íslensku bréfin voru þýdd á sínum tíma til notkunar fyrir nefndina af ritara hennar Eyjólfi Jónssyni. Íslensku bréfin sem bárust henni skömmu fyrir brottför af landinu voru þó aldrei þýdd, og er bætt úr því hér í tengslum við útgáfuna. Bókunum fylgja fræðilegar greinar, ítarlegar skýringar, nafna- og efnisorðaskrár. Allar greinar og skýringarefni er bæði á íslensku og dönsku.