Landsnefndin fyrri III – Den islandske Landkommission 1770-1771
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 796 | 7.590 kr. |
Landsnefndin fyrri III – Den islandske Landkommission 1770-1771
7.590 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 796 | 7.590 kr. |
Um bókina
Landsnefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferðaðist um Ísland á árunum 1770-1771 og safnaði upplýsingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Embættismenn landsins fengu sértækar spurningar frá nefndinni um allar hliðar samfélagsins á Íslandi, svo sem um fólksfjölda, kirkju, heilbrigðismál, verslun, handverk, landbúnað, sjávarútveg, samgöngur og margt fleira. En almenningur var hvattur til að senda nefndinni sína sýn á landsins gagn og nauðsynjar að ógleymdum eigin aðstæðum.
Í skjalasafni Landsnefndarinnar eru því bréf frá almenningi, prestum, sýslumönnum og öðrum embættismönnum auk greinargerða og margvíslegra gagna frá nefndarmönnum sjálfum. Landsnefndarskjölin gefa einstæða innsýn inn í hugarfar, venjur og siði almennings og embættismanna, auk afstöðu danskra stjórnvalda til þeirra fjölmörgu mála sem Íslendingar gerðu að umtalsefni í lok 18. aldar.
Útgáfa Sögufélags, Þjóðskjalasafns Íslands og Ríkisskjalasafns Danmerkur á skjölum Landsnefndarinnar fyrri hófst árið 2016. Bækurnar verða sex talsins, með uppskriftum skjala og fræðilegum greinum, auk vefbirtingar ljósmynda af frumskjölunum og uppskrifta á þeim.
Þriðja bindi útgáfunnar inniheldur bréf til nefndarinnar frá embættismönnum.