Kleppur í 100 ár
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | ? | 4.653 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | ? | 4.653 kr. |
Um bókina
„Þessi bók er eins og sálfræðitryllir, þar sem stærsti glæpur sögunnar felst í þeirri nöturlegu staðreynd - að hún er staðreynd. Hvar sem gripið er niður í þessari bók opnast manni baráttusaga sem öllum kemur við og snertir hvern mann djúpt. Þessi magnaða bók veitir okkur innsýn í heim sem fæstir vildu vita af en allt of margir urðu að kynnast af eigin raun.“
Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur
Þetta er snilldarbók.“
Sigurður G. Tómasson / Útvarp Saga
Hjá JPV útgáfu er komin út bókin Kleppur í 100 ár eftir Óttar Guðmundsson geðlækni og rithöfund. Bókin er rituð í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala en fyrsti sjúklingurinn lagðist þar inn fyrir réttum 100 árum og æ síðan hefur Kleppur verið óaðskiljanlegur hluti íslensks veruleika. Í bókinni er saga Klepps rakin og um leið sögð saga fólksins sem þar starfaði og sjúklinganna sem þar voru vistaðir, svo og saga geðlækninga á Íslandi og þróunar þeirra.
Húsið inni við Sundin var vettvangur mikilla átaka við erfiða sjúkdóma og dapurlegra örlaga, þótt stundum rættist úr, og þar féllu stundum stórar bombur. „Saga Klepps getur aldrei orðið gleðisaga mikilla sigra og landvinninga,“ segir höfundurinn í formála bókarinnar og bendir á að Kleppur hafi alla tíð átt í höggi við lævísa fordóma. Víst er að spítalinn varð uppspretta fjölmargra sagna og brandara og ýmislegt sagt um vistmenn þar og lækningaaðferðir. Sagan er sögð í laustengdum, stuttum köflum og mikið vitnað í frumheimildir. Fjöldi ljósmynda er í bókinni, sem er í stóru broti og tileinkuð öllum Kleppurum.
Höfundurinn, Óttar Guðmundsson, hefur starfað á Geðdeild Landspítala frá 1989. Hann hefur áður sent frá sér nokkrar bækur um ýmis efni og skrifað fjölda greina í blöð og tímarit.