Kleifarvatn: Erlendur #9 (2004)
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 349 | 1.550 kr. | ||
Kilja | 2013 | 349 | 2.685 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Kleifarvatn: Erlendur #9 (2004)
990 kr. – 2.685 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 349 | 1.550 kr. | ||
Kilja | 2013 | 349 | 2.685 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Þegar vatnsborð Kleifarvatns lækkar í kjölfar jarðskjálfta finnst beinagrind af manni í sandinum sem vatnið huldi áður. Við hana er bundið fjarskiptatæki með rússneskri áletrun. Lögreglan er kölluð til og rannsókn málsins leiðir þau Erlend, Elínborgu og Sigurð Óla áratugi aftur í tímann, á vit fólks sem dreymdi um réttátara þjóðfélag og heitra tilfinninga sem lutu í lægra haldi fyrir köldu stríði.
Bækur Arnaldar Indriðasonar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið þaulsætnar á metsölulistum hér heima og erlendis. Arnaldur hlaut tilnefiningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2004 fyrir Kleifarvatn. Bókin fékk bresku Barry-verðlaunin árið 2004 og hún hlaut einnig Le Prix du Polar Européen, bókmenntaverðlaun franska tímaritsins Le Point.
Bækurnar um Erlend Sveinsson rannsóknarlögreglumann eru hér tölusettar eftir innri tímaröð sögunnar, Einvígið: Erlendur #1 gerist árið 1972 en Furðustrandir: Erlendur #14 2005. Útgáfuár bókanna eru innan sviga.