Karlsvagninn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 176 | 3.190 kr. | ||
Kilja | 2010 | 176 | 2.190 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 176 | 3.190 kr. | ||
Kilja | 2010 | 176 | 2.190 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Þegar Gunnur vaknar að morgni uppgötvar hún að þjófar hafa farið ránshendi um hús hennar meðan hún svaf. Í uppnámi ákveður hún að leita öryggis í sumarbústað sínum fyrir austan fjall en neyðist á síðustu stundu til að taka með sér erfiðan gest. Hvað geta virtur geðlæknir og óöguð unglingsstúlka gert sér til afþreyingar á afskekktum stað í frosti og snjó? Þær geta til dæmis heimsótt hús minninganna og beitt ímyndunaraflinu, tækinu sem hefur skilið manninn frá dýrunum frá upphafi vega …
Þó að Karlsvagninn gerist á aðeins þrem dögum fer sagan vítt um í tíma og rúmi og bregður óvæntu ljósi á mannlegt eðli og áhrif uppeldisins. Þeir fjölmörgu sem heilluðust af sögu Kristínar Marju um listakonuna Karitas fá hér enn að kynnast ógleymanlegum persónum og lífssögum þeirra.
6 umsagnir um Karlsvagninn
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Við höfum öll gott af að lesa Karlsvagninn, karlar ekki síður en konur.“
Ingvi Þór Kormáksson /
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Kristín Marja kann mjög vel til verka … Vel skrifuð og góð bók sem vekur mann til umhugsunar.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Stórskemmtileg saga … og ferðin sem þær fara er heillandi.“
Egill Helgason / Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Ljómandi vel gert, prýðis lestur.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Frásögnin er lifandi og myndræn og Kristínu Marju tekst vel að lýsa tíðarandandum á uppvaxtarárum Gunnar, hörkunni, smáborgaraskapnum og umfram allt tilfinningalegu tómlæti og vanhæfninni til að veita alúð og kærleika.“
Hallfríður Þórarinsdóttir / kistan.is
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Þetta er afbragðsvel samin saga … Kristín [Marja] hefur sterk tök á stíl sínum og byggir samskiptin upp af næmi fyrir stígandi, hléum og nýrri spennusúlu … Athyglisverð og vel skrifuð saga.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið