Jól í litlu bókabúðinni
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 379 | 3.890 kr. |
Jól í litlu bókabúðinni
3.890 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 379 | 3.890 kr. |
Um bókina
Þegar Carmen stendur uppi atvinnulaus og blönk í litla heimabænum í Skotlandi þar sem tækifærin eru af skornum skammti hringir móðir hennar í lögfræðinginn elstu dóttur sína. Sofia hefur alltaf verið til fyrirmyndar og býr með fullkomnum eiginmanni og fullkomnum börnum í fullkomnu húsi í Edinborg. Þótt systurnar hafi aldrei átt skap saman býður Sofia, að áeggjan móður þeirra, Carmen að deila kjallaranum með au pairstúlkunni Skylar, gegn því að hún hjálpi til með börnin og aðstoði skjólstæðing hennar við að koma lúinni fornbókaverslun á réttan kjöl. En staðan á bókabúðinni er mun verri en Carmen skildist, enda eigandinn ekki með mikið viðskiptavit, og henni sýnist þurfa kraftaverk til að bjarga honum frá gjaldþroti. Aðstæður heima fyrir eru líka krefjandi en jólin eru jú tími kraftaverka og fegurð Edinborgar spinnur sína töfra. Mun Carmen takast að hjálpa gamla McCredie að rétta úr kútnum, styrkja fjölskylduböndin og jafnvel finna ástina? Sjálfstætt framhald Litlu bókabúðarinnar í hálöndunum og Litlu bókabúðarinnar við vatnið eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar