Út á spássíuna

Útgefandi: Crymogea
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 208 12.690 kr.
spinner

Út á spássíuna

Útgefandi : Crymogea

12.690 kr.

Út á spássíuna
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 208 12.690 kr.
spinner

Um bókina

Jóhannes S. Kjarval (1885−1972) varð goðsögn í lifanda lífi sem málari stórbrotinna landslagsmynda og skapari skáldlegra fantasíuheima. Enginn íslenskur myndlistarmaður hefur verið í jafnmiklum metum hjá þjóð sinni og hann. Hann var tignaður sem sjáandi og snillingur. Allir þóttust eiga í honum bein og menn nánast slógust um að komast yfir verk hans.

Það var hins vegar á færra vitorði að hann var sískrifandi og framúrskarandi teiknari. Eftir hann liggur umfangsmikið safn af teikningum, skissum, sendibréfum og handritum. Þetta hversdagsefni listamannsins opnar glufur inn í einkaheim sem fram til þessa hefur verið almenningi lítt kunnur. Í huga hans var texti ekki ofar mynd, eða mynd útfærsla á texta, heldur var samruni skriftar og teikningar aðferð til að sprengja upp flötinn og afnema mörk myndlistar og ritlistar. Við sjáum Kjarval ljóslifandi fyrir okkur að störfum með penna eða pensil á lofti. Hann teiknar og skrifar, yrkir ljóð, kastar fram tækifærisvísu, ritar sendibréf, rissar upp hugmyndir og hripar skilaboð á umslag eða pappírssnifsi með bleki, blýanti eða tússi, ætíð af styrk og sköpunarkrafti sem á sér vart sinn líka í íslenskri listasögu.

Um útgáfu bókarinnar sáu listfræðingarnir Kristín G. Guðnadóttir og Æsa Sigurjónsdóttir.

Tengdar bækur