Jarðfræðikort af Austurlandi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Stykki | 2020 | 2.890 kr. |
Jarðfræðikort af Austurlandi
2.890 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Stykki | 2020 | 2.890 kr. |
Um bókina
Jarðfræðikort af Austurlandi í mælikvarða 1:100.000.
Kortið nær yfir svæði sem afmarkast af norðanverðum Hamarsfirði í suðri, Loðmundarfirði í norðri, Skriðdal í vestri og Gerpi í austri. Jarðfræðikort af Austurlandi er hið stærsta sem gefið hefur verið út í þessum mælikvarða utan gosbeltanna.
Á því má meðal annars finna upplýsingar um útkulnaðar megineldstöðvar, eins og Breiðdalseldstöðina, Reyðarfjarðareldstöðina og Þingmúlaeldstöðina, gjóskulög sem tengjast sprengigosum á svæðinu og hraunsyrpur sem raktar eru þvert og endilangt um alla firðina. Á bakhlið kortsins er að finna ítarlegt jarðlagasnið og þemakort sem sýna dreifingu hrauntegunda, útbreiðslu bergganga, útbreiðslu síðsteinda og halla jarðlaga.
Að auki er þar lesmál um áhugaverða staði á svæðinu. Kortið er að mestu byggt á eldri jarðfræðikortum sem til eru af svæðinu, einkum eftir breska jarðfræðinginn George P.L. Walker sem starfaði á Austurlandi á árunum 1954–1965.
Höfundur kortsins er Birgir V. Óskarsson jarðfræðingur sem vann að kortlagningu svæðisins og tengingu eldri kortanna.