Íslenskur jarðfræðilykill
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 243 | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 243 | 4.290 kr. |
Um bókina
Þegar ferðast er um Ísland ber forvitnileg náttúrufyrirbrigði hvarvetna fyrir augu, enda hefur landið stundum verið kallað draumaland jarðfræðingsins. Í þessari fróðlegu og handhægu bók er lykilhugtökum íslenskrar jarðfræði haldið til haga og þau útskýrð á ljósan og aðgengilegan hátt. Um eitt hundrað fyrirbæri náttúrunnar eru talin fram í stafrófsröð og þeim lýst í máli og myndum.
- Kjörin handbók á ferðalögum um landið
- Ómissandi uppflettirit um jarðfræðileg fyrirbæri og hugtök
Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður og kunnur fyrir ritstörf og vinnu fyrir sjónvarp og útvarp. Hann hefur ferðast víðs vegar og frætt fólk um jarðfræði og ferðaslóðir.
Ragnar Th. Sigurðsson er meðal þekktustu ljósmyndara hérlendis. Hann er ötull ferðamaður og náttúruljósmyndari og hefur lagt til myndefni í fjölda bóka og tímarita og hlotið margs konar viðurkenningu fyrir.