Íslenska plöntuhandbókin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 364 | 4.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 364 | 4.890 kr. |
Um bókina
Íslenska plöntuhandbókin er einhver vinsælasta handbók sinnar tegundar og birtist nú í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt. Fjallað er um 465 tegundir plantna, þar af margar sem hafa bæst við íslenska flóru á undanförnum árum.
Bókin er ríkulega myndskreytt en í henni er að finna litmynd af hverri tegund, skýringarteikningu og útbreiðslukort. Við flokkun plantnanna eru notaðir sérstakir myndlyklar þar sem þeim er raðað eftir blómalit og öðrum áberandi einkennum, og einnig eru í bókinni gagnlegir efnislyklar. Allt þetta gerir að verkum að bókin bókin nýtist vel til að þekkja sundur plöntur og fræðast um hina fjölbreyttu og fögru flóru landsins.
Höfundurinn, Hörður Kristinsson, er doktor í grasafræði og hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskum plöntum.
Ljósmyndir og texti: Hörður Kristinsson
Plöntutekningar: Sigurður Valur Sigurðsson