Íslenska fjögur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 329 | 6.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 329 | 6.290 kr. |
Um bókina
Íslenska fjögur er kennslubók fyrir framhaldsskóla og hvort tveggja í senn kennslubók og sýnisbók. Íslenskar bókmenntir frá lærdómsöld til raunsæis og erindi þeirra við okkar tíma eru viðfangsefni bókarinnar. Hún hentar til kennslu í ÍSL403 í áfangaskólum og samsvarandi bekkjum í bekkjaskólum. Í bókinni eru verkefni sem lúta að flestum þáttum íslenskunámsins og lögð er áhersla á að kynna fjölbreytni íslenskra bókmennta frá þessum tíma, bæði hvað efni og form snertir.
Höfundar Íslensku fjögur, Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson, eru íslenskukennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafa allir langa kennslureynslu að baki. Einnig hafa komið út eftir þau kennslubækurnar Íslenska eitt, tvö og þrjú.
Kennarahefti má nálgast með því að senda póst á oddny@forlagid.is eða laufey@forlagid.is.