Íslenska þrjú

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 281 6.190 kr.
spinner

Íslenska þrjú

Útgefandi : MM

6.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 281 6.190 kr.
spinner

Um bókina

Íslenska þrjú er kennslubók fyrir framhaldsskóla. Íslenskar fornbókmenntir og erindi þeirra við okkar tíma eru viðfangsefni bókarinnar. Því hentar hún til kennslu í ÍSL 303 í áfangaskólum og samsvarandi bekkjum í bekkjaskólum.

Bókin var samin út frá sömu hugmyndafræði um heildstæða móðurmálskennslu og lögð var til grundvallar í Íslensku eitt og Íslensku tvö eftir sömu höfunda. Þótt bókin sé hugsuð sem eðlilegt framhald þeirra bóka gagnast hún ekkert síður í skólum sem nota annað efni á fyrsta námsári.

Bókin er hvort tveggja í senn, kennslubók og sýnisbók. Í henni eru dæmi um flestar greinar fornbókmennta og bókmenntasögulegur fróðleikur. Þá eru í bókinni verkefni sem þjálfa flesta þætti íslenskunámsins. Kaflar bókarinnar eru þematískir og lögð er áhersla á að kynna fjölbreytni íslenskra fornbókmennta, bæði hvað efni og form snertir.

Höfundar bókarinnar eru íslenskukennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafa allir langa kennslureynslu að baki.

Kennsluleiðbeiningar má nálgast með því að senda póst á oddny@forlagid.is eða laufey@forlagid.is.

Tengdar bækur