Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Íslandsbók barnanna
Útgefandi: Iðunn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 97 | 3.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 97 | 3.990 kr. |
Um bókina
Íslandsbók barnanna er falleg og fræðandi bók um flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Hér er fjallað í máli og myndum um fjörur og fjallstinda, fiska og fugla, pöddur og blóm, sumarsól og vetrarmyrkur, þjóðgarða og borgarlíf, sjávarþorp og sveitir, þjóð og tungu, hraun og skóga, jökla og eyjar, vötn og sanda, ár og fossa og margt, margt fleira – vetur, sumar, vor og haust.
Margrét Tryggvadóttir ritar aðgengilegan texta sem öll fjölskyldan getur lesið saman og blæbrigðaríkar myndir Lindu Ólafsdóttur gera bókina að sannkölluðu listaverki.
Íslandsbók barnanna á engan sinn líka og er fagnaðarefni fyrir íslenskar barnafjölskyldur.
9 umsagnir um Íslandsbók barnanna
Árni Þór –
„… falleg bók sem fjölskyldan öll getur notið þess að lesa. “
Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið
Árni Þór –
„… mjög falleg og fræðandi bók um Ísland … Bókin er ríkulega myndskreytt … Þær eru hver annarri fallegri, sannkölluð listaverk.”
Úr rökstuðningi dómnefndar Fjöruverðlaunanna
Árni Þór –
„Ofboðslega falleg bók … Svo fallegar myndir í henni að hver síða er bara listaverk!“
Egill Helgason / Kastljós
Árni Þór –
„Ofsalega falleg bók.“
Þorgeir Tryggvason / Víðsjá
Árni Þór –
„Íslandsbók barnanna er ein af þessum snilldum þar sem efnið rennur áfram árennslulaust en svo hlaðið innihaldi að hver einasta opna er eins og konfektmoli frá Hafliða … Við gefum því Íslandsbók barnanna FIMM stjörnur af fjórum mögulegum og óskum þeim stöllum hjartanlega til hamingju með snilldarlega unnið verk.“
Foreldrahandbókin
Árni Þór –
„Íslandsbók barnanna er framúrskarandi bók um Ísland fyrir börn og fjölskyldur. Hvort sem litið er til textans eða myndskreytingar þá get ég ekki ímyndað mér að það hefði verið hægt að vinna þessa bók betur. Þetta er einstaklega eigulegur gripur og sæmir sér vel á hillu og enn betur í höndunum á litlu fólki.“
Ingimar Bjarnason / Starafugl
Árni Þór –
„Uppsetning og útlit bókarinnar er til algjörrar fyrirmyndar og greinilegt er að mikið Uppsetning og útlit bókarinnar er til algjörrar fyrirmyndar og greinilegt er að mikið hefur verið lagt í að gera hana aðlaðandi. hefur verið lagt í að gera hana aðlaðandi.“
Íris Ellenberger / Hugrás
Árni Þór –
„Bókin, sem er ætti að vera til á öllum heimilum, er skemmtilegt uppflettirit sem hægt er að grípa í við ólíka aðstæður og námsstig. Bókin er augljóslega mjög vel heppnuð fjölskyldubók sem á líklega eftir að fylgja eiganda sínum … fram á fullorðinsár.“
Kristín Clausen / DV
Árni Þór –
„Það er gaman að sitja með barni sínu og skoða Íslandsbók barnanna, tala um eldfjöll, fugla og fossa og dást að myndheimi Lindu Ólafsdóttur. Íslandsbók barnanna er tilvalin til að kveikja á skemmtilegum samræðum við börnin og hugsa um næstu ferð kringum landið.“
Andri Snær Magnason