Ísland á HM – Rússland 2018
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 56 | 590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 56 | 590 kr. |
Um bókina
Gunnar Helgason hefur verið forfallinn aðdáandi landsliðanna okkar í fótbolta síðan hann sá sinn fyrsta landsleik níu ára gamall. Hann gat ekki beðið eftir því að HM í Rússlandi byrjaði og þess vegna skrifaði hann þessa bók – til að stytta biðina fyrir SIG og ÞIG!
Hér eru viðtöl við nokkra af íslensku landsliðsstrákunum og alls konar skemmtilegt efni um HM í fortíð og nútíð; óvænt úrslit, sögulegir leikir og leið Íslands á HM 2018.
Síðast en ekki síst geymir bókin viðbótarkafla við Fótboltasöguna miklu sem kom út í fjórum metsölubókum: Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gula spjaldið í Gautaborg. Hvað ætli Jón Jónsson sé að bardúsa núna?
Sýnishorn úr bókinni má sjá með því að smella á „Skoða bók“ fyrir ofan kápumyndina hér til vinstri.
2 umsagnir um Ísland á HM – Rússland 2018
Eldar –
„Fróðleg og bráðskemmtileg (…) Gunnar Helgason hefur skrifað bráðskemmtielga bók um þetta ævintýri og má finna þar viðtöl, lýsingar á leið okkar á HM, óvænta sigra og margt fleira. Þetta er fjölbreytt og fróðleg og einnig persónuleg bók mikils áhugmanns um keppninga og fótbolta almennt. Gaman verður að fylgjast með HM og hafa þessa sér við hlið“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Eldar –
„Þetta er geggjuð bók (…) ég er með hana náttborðinu hjá mér og(…) strákurinn minn las hana upp til agna!“
Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka) / Ísland Vaknar, K100