Inniræktun matjurta
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 221 | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 221 | 4.290 kr. |
Um bókina
Langar þig til að rækta grænmeti, krydd og ávexti heima? Inniræktun matjurta sýnir í máli og myndum hvernig unnt er að rækta ýmislegt ætilegt innan veggja heimilisins.
- Lærðu að nýta birtu og rými sem best
- Sjáðu hvað hægt er að rækta – og hvernig
- Lífgaðu upp á heimilið með plöntum sem gefa af sér
Hér er því lýst á einfaldan og skýran hátt, skref fyrir skref, hvernig rækta má margvíslegar matjurtir innandyra; allt frá salati og kryddjurtum upp í ávaxtatré.
Fjölbreytnin á sér fá takmörk og hér er meðal annars sýnd ræktun í krukkum, kössum, hillum, kökuformum, hengipottum og á borðum. Jafnframt eru ótal ráð og leiðbeiningar um hvernig búa má til aðstöðu og ílát fyrir ræktun.
Inniræktun matjurta er bók fyrir alla sem hafa áhuga á að fá sína eigin uppskeru af kryddjurtum, grænmeti, ætum blómum og ávöxtum allan ársins hring.
Sýnishorn úr bókinni má sjá með því að smella á „Skoða bók“ fyrir ofan kápumyndina hér til vinstri.
3 umsagnir um Inniræktun matjurta
Eldar –
„Mæla má með nýútkominni bók um inniræktun matjurta eftir Ziu Allaway. Í henni finna nákvæmar leiðbeiningar um hentuga staðsetningu á jurtum innanhúss og leiðum til ræktunar auk skemmtilegra uppskrifta.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Fréttablaðið
Eldar –
„Inniræktun Matjurta er gullfalleg og virkilega eiguleg bók sem kemur út 1. Mars hjá Forlaginu. Það er meðal annars farið yfir hvaða kryddjurtir henta í kokteila og hvernig skuli stílisera kryddplöntu-kokteilvagn og halda plöntunum á lífi.“
Morgunblaðið mælir með (23.02.2018) / Morgunblaðið
Eldar –
„Inniræktun er krydd í tilveruna (…) himnasending fyrir þá sem hefur skort ráð og kannski dáð til þess að koma sér upp innimatjurtagarði sem bragð er að.“
Valgerður Þ. Jónsdóttir / Morgunblaðið