Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Í skugga drottins
Útgefandi: VH
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 266 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Í skugga drottins
Útgefandi : VH
990 kr. – 3.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 266 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Í skugga drottins er söguleg skáldsaga sem segir frá leiguliðum Skálholtsstóls á 18. öld.
Við fylgjumst með Maríu, stúlku af Álftanesi sem orðin er húsfreyja á Eiríksbakka, Greipi bónda og Jónunum tveimur sem honum fylgja, að ógleymdum niðursetningnum sem er óguðlega kjaftfor og skemmtinn.
Yfir og allt um kring er þrældómur og guðsótti. Við sögu koma misfrómir guðsmenn, bændur og búalið, skólapiltar, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar.
Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi er lesendum að góðu kunnur fyrir skáldsögur sínar um líf íslenskrar alþýðu.
4 umsagnir um Í skugga drottins
Árni Þór –
„Góð sagnfræði, bráðskemmtilegur skáldskapur, sprúðlandi þjóðfræði og frábær stílbrögð, þar sem sagan er sögð af hlýju og væntumþykju, til landsins, sveitarinnar, náttúrunnar, búskaparhátta, lítilmagnans og lífsins alls. Haf þökk, Bjarni, þetta voru frábærar samverustundir.“
Helgi Ingólfsson / FB
Árni Þór –
„Það hefur einfaldlega enginn sambærilega náttúrulega færni í þessu tungutaki og Bjarni Harðarson … Átjánda öldin er jörðin sem við stöndum á. Í skugga drottins fangar hana.“
Hermann Stefánsson, rithöfundur
Árni Þór –
„Þessi líflega og skemmtilega saga er sérlega vel sögð en allir sem hafa áhuga á að auka við orðaforða sinn og kynnast því hve litskrúðugt íslenskt mál getur orðið ættu að lesa hana.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Bjarna tekst að draga upp afar trúverðuga mynd af raunveruleika og hversdagslífi almúgafólks á þessum tíma, orðfærið er ríkt og skemmtilegt og í takt við þann tíma sem sagan gerist á. Hann hefur kynnt sér vel stað- hætti og nostrað við smáatriðin í umhverfinu, sem gerir það að verkum að sá heimur sem sagt er frá lifnar við … leiftrandi skemmtileg … djúp og hreyfir við lesandanum.“
Kristín Heiða Kristinsdóttir / Morgunblaðið