Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Humátt
Útgefandi: Textasmiðj
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 51 | 2.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 51 | 2.790 kr. |
Um bókina
Í Ljóðabókinni Humátt veltir Guðrún Hannesdóttir fyrir sér mannlífi og náttúru, óljósum og margslungnum mörkum veruleikans og kemur lesanda sínum oftar en ekki á óvart.
Höfundur hefur fengið afar jákvæðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda allt frá því hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2007 en sama ár sendi hún frá sér sína fyrstu ljóðabók, Fléttur, sem hlaut glæsilega dóma. Staðir kom út 2010, Teikn árið 2012 og Slitur úr orðabók fugla 2014. Guðrún er einnig kunn fyrir barnabækur sem hún myndskreytti sjálf.
Þjóðsögur og annar íslenskur menningararfur er áberandi í verkum Guðrúnar. Stíllinn einkennist af íhygli og lævísri kímni.
Bókin er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, 2016.