Hugsjónadruslan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 990 kr. | ||
Kilja | 2004 | 259 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 990 kr. | ||
Kilja | 2004 | 259 | 990 kr. |
Um bókina
Hvílíkar hetjur! Hvílík saga! Þrándur er kominn um borð í Norrænu að hitta Maggí sem er póliamorískur Texasbúi með master í mannfræði – þau kynntust á Netinu. Nema hvað, á vegi hans verður ein af perlum Norður-Atlantshafsins, hinn engilbjarti Færeyingur Anní, og hann er ekki samur á eftir. Kominn til Kaupmannahafnar á þessi mikli hugsjónamaður úr vöndu að ráða í félagi við skrautlegt lið og góðvininn Billa.
Já, söguhetjan rekur sig illilega á að eftir 11. september er allt breytt. Nú leyfist engum að sofa hjá hugmyndum og hugsjónum á víxl nema hann vilji fá á sig druslustimpilinn. Hér ræður hispursleysið ríkjum, jafnt í ríki hugmyndanna sem kynferðisins.
Hugsjónadruslan (2004) er fyrsta skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl. Áður hafði hann gefið út nokkrar ljóðabækur og þýðingar, en síðan hafa komið út bækur af ýmsu tagi eftir hann, skáldsögur, ljóðabækur, greinar og þýðingar.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 40 mínútur að lengd. Höfundur les.